Ófært inn í Þórsmörk

Vatnavextir í Steinholtsá árið 2007. Myndin er frá lögreglunni á …
Vatnavextir í Steinholtsá árið 2007. Myndin er frá lögreglunni á Hvolsvelli.

Um 120-130 manns eru nú fastir í Þórsmörk en ófært er yfir Steinsholtsá vegna mikilla vatnavaxta. Enn hellirignir á svæðinu en Klemenz Geir Klemenzson, skálavörður í Húsadal, segir vonir standa til að fólk komist burt seinni partinn á morgun.

„Það er hægt að komast yfir Krossá en Steinsholtsá er alveg ófær,“ segir Klemenz Geir. Enn rigni mikið en spáð sé að stytti upp með kvöldinu. Vonir standi til að sjatna fari í ánni og fólk komist burt seinni partinn á morgun.

Hann segir fólk hafa það ágætt í Húsadal. „Fólk kvartar ekki mikið við mig yfir þessu. Sumir segjast jafnvel aldrei ætla að fara,“ segir Klemenz.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka