125 strandaðir í Þórsmörk

Frá Þórsmörk. Úr myndasafni.
Frá Þórsmörk. Úr myndasafni. Brynjar Gauti

Um 125 manns eru enn í Þórsmörk eftir vatnavextina í gærkvöldi og í nótt en að sögn Klemenzar Klemenzsonar, skálavarðar í Húsadal, eru um 35 manns í Húsadal, um 50 í Langadal og um 40 í Básum.

Að sögn Klemenzar er stefnt að því að skoða aðstæður um hádegisbilið en gert er ráð fyrir að árnar, Krossá og Steinsholtsá, verði í lágmarki um sjö til áttaleytið í kvöld, ef marka megi veðurspár.

„Það var ljóst í fyrrakvöld að héðan færi engin á næstunni. Það rigndi mikið og óx hratt í ánum. Þetta er hins vegar allt á réttri leið núna. Það er minnkandi rennsli í Markarfljóti,“ sagði Klemenz og bætti því við að fólkið hefði skemmt sér vel eftir að það sætti sig við að komast ekki í burtu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert