Bankamenn leggja fram kröfur

Kröfurnar varða launakröfur frá því fyrir bankahrunið.
Kröfurnar varða launakröfur frá því fyrir bankahrunið. Árni Sæberg

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður skilaði í dag sóknum til Héraðsdóms Reykjavíkur í málum fyrrverandi starfsmanna Landsbankans. Sigurður kveðst ekki hafa á takteininum hvað kröfurnar séu háar en telur þó að einstakar kröfur geti hlaupið á tugum milljóna króna.

Starfsmennirnir fyrrverandi heita Ívar Guðjónsson, Árni Emilsson, Árni Kristjánsson, Steinþór Gunnarsson, Bjarni Þórður Bjarnason, Guðmundur Ingi Hauksson, Kjartan Guðmundsson, Sveinn Garðar Helgason, Helgi Þór Arason og Hafþór Hafliðason.

Krefjast launa sinna

Sigurður segir málið einfalt.

„Þeir eru að krefjast launa sinna.“

- Hvað upphæðir er þarna um að ræða?

„Ég man það nú ekki nákvæmlega í hverju einstöku tilviki. Þetta eru launasamningar þeirra, hluti af ráðningarsamningum þeirra.“

- Á hvaða stigi er málið núna?

„Ég var að skila inn sóknum. Þeir deila við þrotabúið um laun. Ég var að skila inn sóknum og þrotabúið er þá með frest til greinargerðar til 16. nóvember.“

Þrotabúið skili inn vörnum

- Hvenær er niðurstöðu að vænta?

„Þrotabúið á að skila inn vörnum 16. nóvember og þá er ákveðinn einn frestur í viðbót ef það er talin vanta ákveðin gögn eða að það er ákveðin dagur fyrir upptöku.“

- Má ætla að einhverjar af þessum kröfum hlaupi á tugum milljóna króna?

„Þessar launakröfur geta gert það.“

- Ertu með heildarupphæðina á takteininum?

„Nei.“        

- Þetta eru allt fyrrverandi Landsbankamenn?

„Já. Það er búið að dæma svona kröfur í máli Straums og þar hafa þær verið viðurkenndar sem almennar kröfur. Það var krafist forgangskrafna þar en þeir samningar voru öðruvísi en mínir menn voru með. Deilan stendur um það. Það er ekkert óeðlilegt við þessa samninga. Þetta eru bara venjulegir launasamningar,“ segir Sigurður og minnir á að launakröfur séu ávallt forgangskröfur í þrotabú.

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert