Flugvél lenti í erfiðleikum

TF-LÍF. Úr myndasafni.
TF-LÍF. Úr myndasafni. Halldór Sveinbjörnsson

Þegar klukkan var tvær mínútur gengin í eitt í nótt barst Landhelgisgæslunni tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni um eins hreyfils flugvél um 130 sjómílur vestnorðvestur af Keflavík, sem átti í erfiðleikum. Var flugvélin orðin eldsneytislítil og hafði lent í ísingu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í viðbragðsstöðu auk þess sem haft var samband við skip á svæðinu og þau beðin um að vera í viðbragðsstöðu. Þegar ljóst var að flugvélin myndi varla ná inn til Keflavíkur var þyrlan sett í forgangsútkall og 2 björgunarbátar Slysavarnarfélagsins voru kallaðir út auk þess sem 2 togarar og varðskip vour send af stað.

TF-LíF fór í loftið klukkan 01.02 og var komin að vélinni klukkan 01.19 og fylgdi henni inn til Keflavíkur þar sem litla vélin lenti klukkan 01.33. Flugvélin er lítil Beech Craft Bonanza ferjuvél, sem var á leiðinni frá Sonderstrom á Grænlandi til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert