Krónan þarf að styrkjast um 15-20%

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að krónan þurfi að styrkjast um 15-20% til þess að tryggja afkomu atvinnulífsins. Í dag birti Hagstofan upplýsingar um að verðbólgan mælist 3,7% á Íslandi en vísitala neysluverðs er óbreytt á milli mánaða.

Gylfi segir að staða krónunnar sé helsta óvissuefnið í efnahagslífinu. Vegna gjaldeyrishafta og gjaldeyrisójafnaðar sé óvissa um krónuna og verði ekki vel að málum staðið geti krónan þess vegna fallið enn meira. Vegna þessa hafi verkalýðshreyfingin kallað eftir skýrari áætlun um það hvernig komast megi út úr þessum ógöngum, því festi núverandi gengi sig í sessi eða krónan falli aftur megi búast við enn frekari kaupmáttarskerðingum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert