Tillaga gegn Ingibjörgu felld

Jóhanna Sigurðardóttir greiddi atkvæði gegn tillögum um að höfða mál …
Jóhanna Sigurðardóttir greiddi atkvæði gegn tillögum um að höfða mál gegn ráðherrum. mbl.is/Kristinn

Tillaga um málshöfðun gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrv. utanríkisráðherra, var felld með 34 atkvæðum gegn 29 í atkvæðagreiðslu á þingfundi sem nú stendur yfir.

Mörður Árnason Samfylkingu og flokksbróðir Ingibjargar, greiddi atkvæði með tillögunni. Hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðsluna og sagði að málsgögnin væru misvísandi og málið hefði vafist mjög fyrir sér. Að lokum hafi það þó orðið niðurstaða hans að hið sama ætti að gilda um alla fjórir ráðherrana og því segði hann já. Flokkssystir hans Valgerður Bjarnadóttir samþykkti einnig tillöguna.

Pétur Blöndal Sjálfstæðisflokki sagði Ingibjörgu sæta óréttlátum réttarhöldum og greiddi hann atkvæði gegn tillögunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert