Fjárlögin varla tæk til þingmeðferðar

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í pontu.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í pontu. mbl.is/Heiddi

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2011 sé varla tækt til þingmeðferðar. „Það snýst fyrst og fremst um gömlu ráðuneytisskipunina. Það þýðir með öðrum orðum að það verður nánast að semja frumvarpið upp á nýtt,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Hann bendir á að ríkisstjórnin miði fjárlagagerðina út frá þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í júní sl. Þar sé gert ráð fyrir 3,7% hagvexti í lok árs. „Þær forsendur eru allar brostnar vegna þess að Hagstofan tók tillit til þess að af framkvæmdum yrði, t.a.m. í Helguvík. Það er allt á frosti út af aðgerðum ríkisstjórnarinnar,“ segir Höskuldur.

Hann bætir við að ríkisstjórninni hafi mistekist að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Tekjurnar séu minni sem þýði að menn verði að hefja blóðugan niðurskurð í velferðarkerfinu.

Þá segir Höskuldur að stefnumörkun sé ekki til staðar. „Í rauninni segir frumvarpið ekkert í hvaða átt ríkisstjórnin vill stefna með fjárlögin og það er bagalegt,“ segir Höskuldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert