Um 50 sérhæfðar aðgerðir á ári

Kristján Skúli Ásgeirsson, sérfræðingur í brjóstakrabbameinsskurðlækningum
Kristján Skúli Ásgeirsson, sérfræðingur í brjóstakrabbameinsskurðlækningum

Þrír skurðlæknar á Landspítalanum sinna meira en 200 nýgreindum brjóstakrabbameinstilfellum á ári og einn þeirra, Kristján Skúli Ásgeirsson, sérfræðingur í brjóstakrabbameinsskurðlækningum, hefur gert um 50 sérhæfðar brjóstaaðgerðir árlega undanfarin þrjú ár.

Vegna þess hve lífslíkur kvenna með brjóstakrabbamein eru góðar er vaxandi áhersla skurðmeðferðar lögð á lífsgæði kvennanna. Oft fer saman aðgerð til lækninga á krabbameini og aðgerð til að leiðrétta það lýti sem krabbameinsaðgerðin veldur. „Síðbúin uppbygging var mun algengari en uppbygging sem var gerð á sama tíma og brottnámið en dæmið hefur snúist við á nýliðnum árum og í fyrra var tafarlaus uppbygging tvöfalt algengari en síðbúin,“ segir Kristján Skúli.

Hann segir mikilvægt að bæta aðstöðuna. „Minn draumur hefur alltaf verið að byggja upp sérhæfða brjóstaskurðdeild þar sem öllum þáttum skurðmeðferðarinnar er sinnt,“ segir Kristján Skúli, sem hefur líka starfað í Færeyjum undanfarna mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert