Grípa þar strax til aðgerða til að leysa vanda heimila

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Haustfundur þingflokks og landsstjórnar Framsóknarflokksins leggur áherslu á að ríkisstjórn Íslands grípi þegar til almennra aðgerða til að leysa vanda heimila og fyrirtækja.


„Framsóknarmenn hafa í nærri tvö ár talað fyrir róttækum aðgerðum fyrir heimili og fyrirtæki. Fljótvirkasta og réttlátasta leiðin er sú að leiðrétta skuldir heimila og fyrirtækja ásamt því að setja þak á verðtryggingu og afnema hana síðan í áföngum,“ segir í ályktun fundarins sem haldinn var í Vík í Mýrdal.

„Örvænting fólks er mikil enda uppboð hafin á heimilum þúsunda fjölskylda.  Óásættanlegt er að fjölskyldum og fyrirtækjum sé haldið í skuldafangelsi á sama tíma og stjórnvöld hækka skatta og skerða bætur og þjónustu.
Samvinna um þessi bráðaverkefni er forsenda þess að árangur náist. Framsóknarflokkurinn er tilbúinn í slíka samvinnu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert