Handtekinn með hníf á Austurvelli

Lögreglan á Austurvelli í gær.
Lögreglan á Austurvelli í gær. mbl.is/Júlíus

Útigangsmaður var handtekinn á Austurvelli í dag, en hann var með hníf á sér. Maður sat á bekk sem borgarstarfsmenn ætluðu að fjarlægja og neitaði maðurinn að færa sig.

Við mótmælin á Austurvelli í gær voru nokkrir bekkir teknir og kastað á bál sem kveikt var fyrir framan þinghúsið. Reykjavíkurborg ákvað í dag að fjarlægja alla bekki sem eru á Austurvelli til að forða því að þeir endi á báli komi til frekari mótmæla.

Einn af góðkunningjum lögreglunnar sat á bekk við Austurvöll þegar borgarmenn komu þangað í dag og neitaði að færa sig. Hann var með hníf, en var þó ekki mjög ógnandi. Lögregla kom og fjarlægði manninn.

Mótmælendur hafa aftur komið sér fyrir við þinghúsið í kvöld og berja þar tunnur. Miklu færri eru þar núna en voru í gærkvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert