Útifundur á Lækjartorgi

Geir H. Haarde og Björgvin G. Sigurðsson
Geir H. Haarde og Björgvin G. Sigurðsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fulltrúi frá danska kommúnistaflokknum verður sérstakur gestur á útifundi sem Rauður vettvangur efnir til á Lækjartorgi í dag. Fundurinn er liður í baráttudögum sem haldnir eru í tilefni þess að tvö eru liðin frá íslenska efnahagshruninu.

„Látum auðvaldið borga sína kreppu“, er yfirskrift fundarins sem hefst klukkan 17.

Auk danska kommúnistans, Julie Malling, flytja ræður þau Skúli Jón Kristinsson háskólanemi og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Attac og VG í Reykjavík.

Rauður vettvangur efnir til ráðstefnu um kreppuna og kapítalismann að Njálsgötu 87 næstkomandi laugardag kl. 10-18.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert