Líknardeildinni lokað

Frá mótmælunum í Reykjanesbæ í kvöld.
Frá mótmælunum í Reykjanesbæ í kvöld. mbl.is/Einar

„Það sem er kannski alvarlegast við þetta er að það er ekki búið að sýna fram á að þetta dragi úr útgjöldum ríkissjóðs nema síður sé,“ segir Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum, um niðurskurðinn í heilbrigðisþjónustu á Reykjanesi. Líknardeild verði að óbreyttu lokað.

Eyjólfur, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) fyrir tveimur áratugum eftir 15 ára starf, segir niðurskurðinn koma niður á öllum rekstri sjúkrahússins. 

Fæðingarhjálpin flutt til Reykjavíkur

„Þetta hefur áhrif á alla starfsemi sjúkrahússins, ekki aðeins þjónustu við eldri borgara. Fæðingarhjálpin verður flutt til Reykjavíkur. Það verður engin skurðstofa hér. Þá virðist sem að líknardeildinni verði lokað en þar er m.a. hjúkrað sjúklingum sem eiga ekki langt eftir,“ segir Eyjólfur en hann hefur ásamt Sólveigu Þórðardóttur, fulltrúa styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, setið í sérstakri nefnd sem var skipuð um starfsemi sjúkrahússins fyrir einu og hálfu ári.

„Niðurskurðurinn kemur hart niður á eldri borgurum og í rauninni öll þessi þjónusta. Hún kemur niður á öllum íbúum og ekkert síður á okkur sem erum kallaðir eldri borgarar,“ segir Eyjólfur og tekur fram að á annað þúsund manns hafi sótt borgarafund um niðurskurðartillögurnar í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert