Svandís svarar Samtökum atvinnulífsins

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í svari sem hún hefur sent Samtökum atvinnulífsins að hún hafi ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um skiplagsmál í Flóahreppi þar sem niðurstaða dómsins sé óskýr og lítið rökstudd.

„Yfirlýsing frá umhverfisráðherra vegna bréfs formanns Samtaka atvinnulífsins til forsætisráðherra.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ákvað að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um skiplagsmál í Flóahreppi þar sem niðurstaða dómsins er óskýr og lítið rökstudd. Umhverfisráðherra segir  mikilvægt að Hæstiréttur komist að skýrri niðurstöðu í þessu máli þannig að réttaróvissu verði eytt og réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála verið tryggt.

Umhverfisráðherra áréttar að greiðslusamkomulag milli Landsvirkjunar og Flóahrepps vegna umrædds skipulags hefur verið umdeilt. Samgönguráðuneytið lýsti 6. gr. umrædds samkomulags ólögmæta vegna fyrirmæla 34. gr. skipulags- og byggingarlaga sem fjallar um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsvinnu."

Sjá bréf Samtaka atvinnulífsins 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert