Eyjamenn efstir eftir fyrri hluta

Íslandsmót skákfélaga í Rimaskóla
Íslandsmót skákfélaga í Rimaskóla Gunnar Björnsson

Taflfélag Vestmannaeyja hefur 1,5 vinnings forskot á Íslandsmeistara Taflfélags Bolungarvíkur að loknum fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór um helgina. Hellismenn koma 1,5 vinningi þar á eftir en þessar þrjár sveitir eru í sérflokki.

Mátar eru efstir í 2. deild, Víkingaklúbburinn í 3. deild og Skákfélag Sauðárkróks í þeirri fjórðu. Síðari hluti mótsins fer fram í mars 2011 og má gera ráð fyrir að þessar sveitir berist þá um sigurinn. Eyjamenn eiga eftir að mæta bæði Bolvíkingum og Hellismönnum.

Ýmis óvænt úrslit urðu í dag. Haukamaðurinn Sverrir Örn Björnsson vann t.d. stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson, Helli, og Stefán Bergsson, Skákfélagi Akureyrar, vann alþjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson, frá Bolungarvík.

Íslandsmót skákfélaga er fjölmennasta skákmót hvers árs. Þarna taka þátt um 400 skákmenn á öllum aldri, allt frá 6 ára og upp í áttrætt en lið frá eldri borgurum var meðal þátttakenda, fjöldi unglingasveita og auk sveit frá kvennaklúbbnum ÓSK.

Úrslit 4. umferðar:

  • Taflfélag Vestmannaeyja -Skákdeild Fjölnis 5-3
  • Taflfélag Bolunarvíkur - Skákfélag Akureyrar 5,5-2,5
  • Taflfélagið Hellir - Skákdeild Hauka 7-1
  • Taflfélag Reykjavíkur - Skákdeild KR 6,5-1,5

Staðan í 1. deild:

1. Taflfélag Vestmannaeyja 25 v.

2. Taflfélag Bolungarvíkur 23,5 v.

3. Taflfélagið Hellir 22 v.

4. Taflfélag Reykajvíkur 17,5 v.

5. Skákdeild Fjölnis 14,5 v.

6. Skákfélag Akureryar 12 v.

7. Skákdeild Hauka 8 v.

8. Skákdeild KR 5,5 v.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert