16 gróðurhúsalömpum stolið í Hveragerði

Gróðurhús.
Gróðurhús. mbl.is/GSH

Sextán gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðurhúsi gróðrarstöðvar við Bröttuhlíð í Hveragerði nú um helgina.  Þjófarnir brutu rúðu til að komast inn í gróðurhúsið.  Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu frá kl. 19:00 á föstudag þar til um kl. 09:00 á laugardag. 

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um mannaferðir við gróðrastöðina á umræddu tímabili að hafa samband í síma 480 1010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert