Ísland krefjist þess að Liu verði látinn laus

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Ómar

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, vill að Íslendingar krefjist þess að kínversk stjórnvöld láti Nóbelsverðlaunahafann, Liu Xiaobo, tafarlaust lausan. Málið verður tekið fyrir á fundi utanríkismálanefndar í næstu viku, að því er fram kemur á heimasíðu VG.

Þar segir að Árni muni sækjast eftir því að fulltrúi utanríkisráðuneytisins mæti á fundinn til að fjalla um það hvort íslensk stjórnvöld hafi í hyggju að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við Kínverja.

Þá segir að Árni óttist ekki að með því skaðist samskipti Kínverja og Íslendinga, barátta fyrir mannréttindum sé einfaldlega mikilvægari að hans mati.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka