10 mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 29 ára gamlan karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun en 206 kannabisplöntur fundust á heimili mannsins í Hveragerði í janúar auk rúmlega 3,3 kílóa af kannabisefnum.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða 375 þúsund krónur í sakarkostnað. 

Maðurinn var árið 2007 dæmdur til að greiða 120.000 krónur í sekt fyrir ræktun og vörslur á kannabisplöntum. Segir héraðsdómur að ekki þyki vera efni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leiti, en brot mannsins hafi verið skipulagt og framið í hagnaðarskyni. Þá sé hann nú öðru sinni uppvís að ræktun kannabisplantna á tveggja og hálfs árs tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert