Sótti öskubók til Hollands

Ísólfur Gylfi Pálmason og hönnuðirnir hollensku með bókina góðu, Het …
Ísólfur Gylfi Pálmason og hönnuðirnir hollensku með bókina góðu, Het wulkanen boek.

„Eldgosið virðist í eftirleiknum ætla að opna okkur ýmis tækifæri þrátt fyrir ýmsa óleysta erfiðleika,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Hann tók fyrir helgina á móti fyrsta eintaki hollensku bókarinnar Het wulkanen boek sem fjallar um eldgosið í Eyjafjallajökli.

Ungir hollenskir listamenn tóku bókina saman en þar eru m.a. ljósmyndir sem tengjast gosinu, teikningar og á köflum innblásnar frásagnir af hamförunum sem lömuðu flugsamgöngur í Evrópu.

Í prentfarfa á hluta innsíðna var blandað ösku auk þess sem hún er á kápu bókarinnar og myndar hrjúft yfirborð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert