Segja ríkisstjórn heyrnardaufa

Merki Sambands ungra framsóknarmanna
Merki Sambands ungra framsóknarmanna

Samband ungra framsóknarmanna hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þess er krafist að núverandi ríkisstjórn
taki til skoðunar allar þær hugmyndir sem fram hafa verið lagðar til
úrbóta á skuldavanda heimilana. 

Í tilkynningunni sem ber titilinn „Heyrðardeyfð ríkisstjórnarinnar“ segir að núverandi stefna að hafna hugmyndum til lausnar á skuldavandanum vegna uppruna reynist íslenskri þjóð dýrkeyptari með hverri stundinni sem líður.

„Sú þrjóska og sá flokkspólitíski skotgrafahernaður sem einkennir umræðuna  eru með öllu óboðleg. Stjórnvöldum ber að opna eyrun strax með hagsmuni skuldsettra heimila að leiðarljósi.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert