Vigdís hvetur konur

Merki Skottanna
Merki Skottanna

Skotturnar, regnhlífasamtök tuttugu íslenskra kvennasamtaka, standa í dag fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um kynferðisofbeldi.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Skottanna, setti ráðstefnuna, sem hófst klukkan tíu í morgun.

Í opnunarávarpi sínu rakti Vigdís sögu kvennafrídagsins og sagði hann sennilega hafa átt  þátt í að hún sigraði forsetakosningarnar fimm árum síðar.

Vigdís hvatti viðstadda til að taka þátt í kvennafrídeginum á morgun til að undirstrika mikilvægi þess að stöðva kynbundið ofbeldi.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert