Vilja fá endurgreitt frá bönkunum

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara skorar á stjórnvöld að fá banka og fjármálastofnanir til að greiða heimilum lífeyrisþega sem og öðrum fjölskyldum landsins til baka þær fjárupphæðir sem teknar hafa verið eignarnámi í kjölfar hruns bankanna og rétta þannig af hag heimilanna.

„Heilmikil eignaupptaka hefur þegar átt sér stað hjá lífeyrisþegum sem og skuldugum barnafjölskyldum. Komið er fram yfir sársaukamörk og landflótti, sjúkdómar og uppgjöf hjá stórum hluta  þjóðarinnar í augsýn.

LEB skorar á stjórnendur lífeyrissjóðanna að fara gætilega í fjárfestingum sínum og telur það ekki verkefni sjóðanna að greiða niður skuldir einkaaðila. LEB mótmælir frekari skerðingum á greiðslum til lífeyrisþega og krefst leiðréttinga á þeim skerðingum sem þegar hafa komið til framkvæmda. LEB krefst þess jafnframt að fulltrúar eldri borgara sem og fulltrúar sjóðsfélaga eigi sæti í öllum stjórnum lífeyrissjóða,“ segir í áskorðun LEB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert