Þróun á vélum til framleiðslu á pappabrettum í Mývatnssveit hefur stöðvast

Grænar lausnir hafa verið starfræktar í skemmu Kísiliðjunnar.
Grænar lausnir hafa verið starfræktar í skemmu Kísiliðjunnar. mbl.is/Kristján

Tilraunir til að koma upp pappabrettaverksmiðju eða vélum til framleiðslunnar virðast hafa misheppnast. Hundruð milljóna hafa farið í þróunarvinnu en ekki hefur tekist að selja afraksturinn.

Verksmiðja Grænna lausna átti að vera veigamikill liður í því að skapa atvinnu í Mývatnssveit eftir að Kísiliðjan leið undir lok.

„Þetta er búið spil, ég myndi halda það. Þetta er komið langt en við erum búnir að láta mikið eigið fé í þetta og treystum okkur ekki í meira,“ segir Ólafur H. Jónsson, framkvæmdastjóri Grænna lausna í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Upphaflega var ætlunin að endurvinna pappír í vörubretti og átti framleiðslan að vera umhverfisvæn. Nýir eigendur lögðu áform um framleiðslu bretta á hilluna en einbeittu sér að því að ljúka smíði vélar sem ekki hefur tekist að selja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert