Sýktist af lifrarbólgu og fær ekki bætur

Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut.
Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Skurðlæknir á Landspítalanum, sem sýktist af lifrarbólgu við aðgerð, á ekki rétt á bótum samkvæmt áliti Sjúkratrygginga Íslands. Stofnunin segir að ekki sé hægt að skilgreina atvikið sem vinnuslys.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins og á vef RÚV.

Reyndur skurðlæknir sem vinnur á Landspítalanum sýktist fyrr á þessu ári af lifrarbólgu. Talið er nánast öruggt að hann hafi fengið veiruna við aðgerð á sjúklingi sem var smitaður af lifrarbólgu.

Læknirinn hefur lengi starfað erlendis og hefur farið þar í blóðprufur. Í apríl í vor var lifrarbólgusýkingin staðfest, læknirinn var settur í stranga lyfjameðferð og hefur verið frá vinnu síðan þá. Hann er nú laus við veiruna og búist er við að hann nái sér að fullu. Búið er að rannsaka þá sjúklinga sem læknirinn hafði afskipti af, frá þeim tíma sem talið er að hann hafi smitast, og ljóst er að enginn þeirra hefur smitast af honum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert