Dragi djúpt andann

Magnús Árni Magnússon, rektor Bifrastar.
Magnús Árni Magnússon, rektor Bifrastar. mbl.is

Magnús Árni Magnússon, rektor Bifrastar, vill ekki tjá sig um slit á sameiningarviðræðum Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík. „Menn eiga að draga djúpt andann og halda áfram í vinnunni“, var það eina sem hann vildi láta hafa eftir sér um málið.

Upp úr viðræðunum slitnaði eftir að Magnús Árni ýsti um helgina yfir andstöðu við þann möguleika að sameiningin fælist m.a. í því að þungamiðja háskólastarfsins myndi flytjast til Reykjavíkur. Viðræðurnar höfðu miðað að því að sameina skólana um áramót.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði í samtali við mbl.is í dag að skólinn væri tilbúinn til að hefja viðræður að nýju. „Eins og staðan er núna þá er ekki mögulegt að halda þessari skoðun áfram að svo stöddu," sagði hann.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert