Fimm milljarðar runnu út

Endurskoðendur á vegum Ernst&Young fengu aðeins sjö vikur til að glöggva sig á rekstri FL Group, síðar Stoða, í aðdraganda að nauðasamningi Stoða. Á grundvelli þessarar sömu rannsóknar var ákveðið að höfða fjögur riftunarmál.

Þegar fyrirtæki fá nauðasamninga og sleppa þannig við gjaldþrot eru frestir vegna riftunarmála hins vegar knappari og styttri tími til að sinna rannsóknum á rekstri til að kanna grundvöll riftana á einstökum viðskiptagerningum. Í skýrslu endurskoðendanna er sleginn sérstakur varnagli vegna þess stutta tíma sem veittur var til að rannsaka félagið, en endurskoðendurnir framkvæmdu könnun sína á gögnum sem starfsmenn Stoða afhentu þeim.

Í skýrslunni er að finna upplýsingar um hlutafjáraukningu FL Group í desember 2007, þegar Baugur renndi eign sinni í Landic Property inn í félagið, alls að verðmæti 54 milljarðar. FL Group greiddi fyrir með 48 milljörðum í formi nýs hlutafjár, en fimm milljarðar runnu síðan til Baugs Group í beinhörðum peningum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert