Mikill vilji til að finna varanlega lausn

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir, þingkona Vinstri grænna, segir að mun jákvæðari andi hafi verið á samráðsfundi stjórnvalda með hagsmunaaðilum í dag heldur en síðast. Á fundinum var fjallað var um mögulegar leiðir til að taka á skuldavanda heimilanna.

„Ég held að það sé mikill vilji til þess að ná saman og finna einhverja endanlega lausn á skuldavanda heimilanna.“

Aðspurð segir hún bankana aðeins vera tilbúna til að gera það sem þeir neyðist til þess að gera, og það sé að afskrifa niður að 110%. „En ég held að þeir geri sér grein fyrir því að það dugar ekki fólkinu hérna úti.“

Hún segir að umboðsmaður neytenda hafi lagt til að sáttanefnd verði sett á laggirnar. Lilju líst mjög vel á þá hugmynd. Málið sé enn til umræðu. 

„Mér finnst það mjög góð leið að skipa fámennari hóp með fulltrúum frá öllum aðilum, sem sitja og reyna að ná einhverri niðurstöðu um endanlega leið og endanlega úrlausn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert