Segja Beaty hóta í kjölfar viðtals við Björk

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir

Í viðtali kanadíska tímaritsins Macleans  við Björk Guðmundsdóttur kom fram, að Björk teldi að  fyrirtæki í eigu Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, hefðu orð á sér fyrir að brjóta lög um  mannréttindi og samninga verkalýðsfélaga í Suður-Ameríku.

 Eftir að viðtalið birtist á vef Macleans hafði Ross Beaty samband við blaðið og krafðist leiðréttingar á þessari staðhæfingu Bjarkar, ella myndi hann draga blaðið fyrir dómstóla vegna meiðyrða, segir í tilkynningu frá hóp sem stendur að vefnum Orkuauðlindir.is.

Blaðamaður Macleans, Tom Henheffer, sem tók viðtalið við Björk, valdi þann kost að birta leiðréttingu á vefsíðu blaðsins þann 12. nóvember þar sem segir:

„Þann 9. nóvember var birt viðtal við Björk á vefsíðunni þar sem hún heldur því fram að Ross Beaty og Magma Energy Corp. hafi brotið lög í Suður-Ameríku. Þetta er ekki rétt og við biðjum Ross Beaty og fyrirtæki hans afsökunar”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert