Arctic Trucks komnir á pólinn

Einn leiðangursbílanna
Einn leiðangursbílanna www.arctictrucks-expeditions.com.

Starfsmenn Arctic Trucks náðu á Suðurpólinn í gærkvöldi og urðu fyrstir leiðangra til að ná því á þessu tímabili. Arctic Trucks mennirnir tóku þátt í að bjarga manni sem fallið hafði í sprungu. Ekki var hægt að greina frá björguninni strax vegna tryggingarmála.

Leiðangursmennirnir sem komust á pólinn í gær heita Freyr Jónsson, Gísli Karel Elísson og Eyjólfur Már Teitsson. Freyr er orðinn reyndur í ökuferðum á Suðurskautslandinu og varð reyndar fyrstur til að aka á pólinn á breyttum jeppa ásamt Jóni Svanþórssyni veturinn 1998.

Hægt er að fylgjast með leiðangrinum á heimasíðu hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert