Vilja fund með ráðherra

Hagsmunasamtök heimilanna hafa átt fundi með stjórnvöldum á undanförnum mánuðum.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa átt fundi með stjórnvöldum á undanförnum mánuðum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Hagsmunasamtök heimilanna hafa óskað eftir samráðsfundi með forsætisráðherra fjármálaráðherra vegna skuldavanda heimilanna. Segja samtökin, að ósk um slíkan fund hafi verið send 16. nóvember en ekkert svar hafi borist en ráðherrar hafi fundað með fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum um málið.

Í bréfi, sem samtökin sendu forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé, að ríkisstjórnin, í samvinnu með stjórnarandstöðu, kynni sem allra fyrst heildaryfirsýn aðgerða sem opinberri viljayfirlýsingu um ramma þeirra aðgerða og kerfisbreytinga sem nauðsynlegt sé að ráðast í, til að snúa við ógnvænlegri fjárhagsþróun heimilanna. 

„Þær samningsumleitanir sem nú eru í umræðu séu hluti þess aðgerðaramma.  Með slíkri yfirlýsingu séu stjórnvöld og þingheimur að boða samfélaginu einbeittan vilja sinn til að taka forystu í þróun þessara mála og getu til að hamla ofríki fjármálafyrirtækjanna gegn þeim grunnstoðum hagkerfisins sem þurfa að vinna hagkerfið út úr þessari þröngu stöðu, heimilum og fyrirtækjum," segir m.a. í bréfinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert