Heilsulandið Ísland kynnt

Mörgun finnst spennandi að fara í heitar laugar á Íslandi.
Mörgun finnst spennandi að fara í heitar laugar á Íslandi. Árni Sæberg

Félagar úr Vatnavinum verða með fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur næstkomandi fimmtudagskvöld þar sem verkefnið Heilsulandið Ísland verður kynnt.

Í tilkynningu frá Vatnavinum segir að verkefnið stuðli að fjölbreyttri og sjálfbærri uppbyggingu og atvinnusköpun á landsvísu með eflingu heilsutengdrar ferðaþjónustu í nánum tengslum við jarðvarma og náttúru landsins. Markmið þess er að stuðla að uppbyggingu nýrra heilsulinda um allt land jafnt sem endurbótum á eldri laugum og baðstöðum og skapa þannig fjölbreytta möguleika fyrir innlenda sem erlenda gesti.

Þá telja Vatnavinir að mikið sóknarfæri sé fólgið í ferðamannaiðnaðinum og unnt sé að styrkja ímynd Reykjavíkur enn frekar sem baðborg gagnvart ferðamönnum. Hafa þeir í því samhengi unnið að nokkrum hugmyndum fyrir Reykjavíkurborg.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert