Kosningarnar verði ræddar í allsherjarnefnd

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. Mbl.is

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjarnefnd Alþingis vegna kosninganna til stjórnlagaþings. Hefur hún óskað eftir að landskjörstjórn og yfirlögfræðingur Alþingis verði boðaðir á fundinn.

„Fréttir berast af miklu magni ógildra og gallaðra atkvæðaseðla og hefur talan 10.000 heyrst svo dæmi sé nefnt. Óska ég eftir að fundurinn verði eins skjótt og verða má,“ segir Vigdís í erindi til formanns allsherjarnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert