Útsvar í Reykjavík 13,20%

Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, oddvitar Samfylkingarinnar og Besta …
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, oddvitar Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík. mbl.is/Golli

Meirihlutinn í Reykjavíkurborg mun leggja fram fjárhagsáætlun á fundi borgarstjórnar í dag, að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns borgarstjóra. Hvorki Björn né Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, vildu skýra frá neinum niðurstöðutölum.

Aðrir heimildarmenn Morgunblaðsins segja að ætlunin sé að hækka útsvar úr 13,03% í 13,20%, lögbundið hámark er 13,28%. Einnig verða fasteignagjöld og lóðaleiga hækkuð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Alls er talið að þessar þrjár hækkanir auki tekjur borgarinnar um 1.000 milljónir króna. Þar að auki verða margvísleg önnur gjöld og álögur hækkuð og nemur sá tekjuauki hundruðum milljóna króna. Þess má geta að borgin á nú 17,1 milljarð í sjóði, peninga og verðbréf, þar af eru að vísu 10 milljarðar í varasjóði vegna skulda Orkuveitunnar. Staða hennar hefur batnað að undanförnu og óvíst hvort nokkur þörf verður á þessum varasjóði.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert