Setja fyrirvara við aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að tímabundin vaxtaniðurgreiðsla sé áhugaverðust þeirra aðgerða vegna skulda heimilanna, sem kynntar voru í gærmorgun. Enn sé óútskýrt hvernig eigi að framkvæma hana og fjármagna.

„Ég átta mig ekki á því hvort ríkið er þarna að fara að fjármagna vaxtaniðurgreiðsluna um 6 milljarða á ári vegna þess að þarna segir að ríkisstjórnin muni í samstarfi við aðila samkomulagsins leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni þessi útgjöld. Það er eins og að ekki sé búið að semja um það.

Það er óheppilegt ef ekki er búið að semja um hvernig menn ætla að fjármagna þá aðgerð sem sætir mestum tíðindum í þessum tillögum,“ segir hann.

„Brjálæðisleg“ spilaborg

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir aðgerðirnar vegna skuldavanda heimilanna harðlega. „Mér sýnist þetta vera gamaldags „Jóhönnu félagsmálaráðherraaðferð“ við að félagsmálavæða flest öll skuldug heimili á landinu,“ segir Þór.


Þór Saari, varaformaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, varaformaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka