40 milljónir til hlutlausrar upplýsingaveitu

Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel. YVES HERMAN

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði 40 milljóna kr. framlag á fjárlögum næsta árs til hlutlausrar upplýsingaveitu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar með breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið. Þar segir að þessi hlutlausa upplýsingaveita muni starfa í samræmi við reglur sem forsætisnefnd þingsins setji samkvæmt tillögum utanríkismálanefndar.

Af þessari fjárhæð eru 20 milljónir kr. millifærðar af fjárheimild sem ætluð er til varnarmála á nýjum lið hjá utanríkisráðuneytinu, að því er fram kemur í skýringum við tillöguna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert