Fjalla minna um Jón Ásgeir en Björgólf Thor

Jón Ásgeir Jóhannesson þykir ekki jafn fréttnæmur og Björgólfur Thor …
Jón Ásgeir Jóhannesson þykir ekki jafn fréttnæmur og Björgólfur Thor Björgólfsson á Stöð 2. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Björgólfur Thor Björgólfsson segir á vef sínum að Creditinfo hafi tekið saman umfjöllun ljósvakamiðla á þessu ári um nokkra nafngreinda einstaklinga sem voru í forystu fjármálafyrirtækja í aðdraganda hrunsins 2008. Þar kemur í ljós að Stöð 2 fjallar hlutfallslega minna um Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálma Haraldsson en aðra úr hópi þeirra sem fjölmiðlar fjölluðu mest um.

„Auk þeirra tveggja eru það Sigurður Einarsson,  Hreiðar Már Sigurðsson og ég, Björgólfur Thor Björgólfsson sem ljósvakamiðlarnir beina kastljósi sínu helst að. Stöð 2 fjallar á hinn bóginn hlutfallslega mest um mig og Sigurð Einarsson.

Á sex mánaða rannsóknartímabili fjallaði sjónvarpsstöðin 30 sinnum um mig eða oftar en bæði Fréttastofa Sjónvarps og Fréttastofa Útvarps sem þó eru báðar með tvo útsendingartíma á dag en Stöð 2 bara einn," segir á vef Björgólfs Thors.

Sjá nánar á vef Björgólfs Thors

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert