Þór Saari: Vanhæf ríkisstjórn

Þór Saari.
Þór Saari. mbl.is/Árni Sæberg

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir vanhæfni ríkisstjórnar Íslands með eindæmum og nýjustu tillögur um hvernig á að leysa skuldavanda heimilanna séu enn eitt dæmið um það.Þetta kemur fram á bloggi Þórs á Eyjunni í dag.

„Þar er einfaldlega um að ræða einhvern lokakafla í leikriti sem hófst daginn eftir mótmælin 4. október þegar kallað var eftir samráði við stjórnarandstöðu og Hagsmunasamtök heimilanna, samráð sem þegar upp var staðið var bara til málamynda. Þegar ríkisstjórninni var bent á að skýrsla reiknimeistaranna vantaldi skuldir heimilanna um 1/3 eða sjö hundruð milljarða var einfaldlega hætta að bjóða okkur að borðinu. Ríkisstjórnin hefur gefist upp gagnvart fjármagninu og embættismönnunum og það sérhagsmunabandalag ríkisstjórnarflokka og fjármagns sem var við lýði fyrir hrun hefur verið endurreist. Það hefur að vísu verið skipt um kennitölu á ríkisstjórninni og VG teknir inn í stað Sjálfstæðisflokks en það hefur ekki breytt neinu," segir hann á bloggi sínu.

Sjá nánar hér
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert