„Erum að ná tökum á ástandinu“

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Alþingi samþykkti í síðdegis með 33 atkvæðum að vísa fjárlagafrumvarpinu til þriðju umræðu. „Innihald þessa frumvarps er að sönnu býsna erfið birtingamynd þeirra óskapa sem gengu yfir Ísland á árinu 2008. En það má líka að það sé til marks um það að við erum að ná tökum á ástandinu,“ sagði fjármálaráðherra í lok atkvæðagreiðslunnar.

„Við erum að ná miklum árangri í ríkisrekstrinum eins og m.a. nýjar tölur eftir fyrstu 10 mánuði þessa árs bera með sér. Og við erum sannanlega á réttri leið út úr kreppunni og erfiðleikunum,“ sagði hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert