Hugsanlegt að þróa aðrar leiðir við verkun á saltfiski

Saltfiskvinnsla fyrir norðan
Saltfiskvinnsla fyrir norðan mbl.is/Kristján Kristjánsson

Í framhaldi af banni á notkun fosfata við framleiðslu á saltfiski til neyslu í löndum Evrópusambandsins eru tvö verkefni brýnust að mati forsvarsmanna Matís. Annars vegar að þróa lausnir við framleiðslu á saltfiski sem gætu komið í staðinn fyrir fosfat, til varðveislu á gæðum og lit. Hins vegar að skoða með framleiðendum og eftirlitsaðilum hvort fosfat eigi heima á lista yfir aukefni eða verði viðurkennt sem tæknilegt hjálparefni við framleiðsluna.

Notkun fosfata við framleiðslu á saltfiski var á sínum tíma svar við kröfu kaupenda á Spáni, Ítalíu og Grikklandi um hvítan fisk og þegar saltfiskur hefur verið útvatnaður eru efnin vart mælanleg. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, segist ekki þekkja til rannsókna sem bendi til þess að fosfat sé hættulegt í því magni sem notað er í saltfiski.

Bann við notkun efnanna við verkun á saltfiski er gengið í gildi á Íslandi og í Noregi, en t.d. í Danmörku hefur verið veittur frestur fram í apríl og óljóst er hvað verður í Færeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert