Vilja veiða meira en ráðlagt er

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ mbl.is

„Með því að taka til sín 90% þess makrílafla, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til, hafa Norðmenn og Evrópusambandið ákveðið að makrílaflinn á næsta ári fari langt fram úr því sem veiðiráðgjöf hljóðar upp á," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vef sambandsins.

Norðmenn og ESB hafa tilkynnt að Norðmenn ætli að taka sér 183 þúsund tonn af makríl á næsta ári en að ESB taki sér 401 þúsund tonn. Samtals eru þetta 584 þúsund tonn en ráðgjöf ICES hljóðar upp á 646 þúsund tonn.

Friðrik segir á vef LÍÚ, þessa ákvörðun bera lítil merki ábyrgrar nálgunar. „Þeir ætla okkur, Færeyingum og Rússum samtals 62 þúsund tonn af rausn sinni. Í ár er kvóti okkar 130 þúsund tonn, Færeyinga 85 þúsund tonn og Rússa 45 þúsund tonn. Við höfum gert þeim skýra grein fyrir því að við ætlum að halda okkar hlut. Því leiðir þessi ákvörðun þeirra óhjákvæmilega til að veiðin fer vel fram úr veiðiráðgjöfinni sem er slæmt." 

Hann segir Íslendinga í fullum rétti til kveða á um veiðar á makríl innan íslensku efnahagslögsögunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert