„Gríðarleg vonbrigði“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði fyrir sig sem formann Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs  og fjármálaráðherra að þrír þingmenn flokksins hafi ekki stutt fjárlagafrumvarpið. Hann segir þetta í samtali við Smuguna.

Steingrímur segir að Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, sem ekki studdu fjárlagafrumvarpið, verði að svara því sjálf hvort þau styðji ríkisstjórnina. Hann segir að þeir 32 stjórnarliðar sem studdu frumvarpið geti verið stoltir af því.

„Könnun hefur leitt í ljós að níutíu prósent stuðningsmanna Vg styðja mig til formennsku í flokknum. Það má kannski athuga hvort þessi stuðningur sé minni í þingflokknum,“ hefur Smugan eftir Steingrími.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert