Áhöfnin á Goðafossi heiðruð

Nikulás A. Halldórsson, skipstjóri á Goðafossi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri …
Nikulás A. Halldórsson, skipstjóri á Goðafossi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, við athöfnina í gær.

Áhöfnin á Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var í gær heiðruð fyrir fyrir hetjulega framgöngu við slökkvistörf þegar eldur kom upp í skipinu 30. október síðastliðinn.

Öguð vinnubrögð og snarræði áhafnarinnar skipti sköpum um að hvorki urðu slys á mönnum né alvarlegt tjón á skipinu, segir í tilkynningu frá Eimskipafélaginu.

„Áhöfnin vann hetjusamlegt björgunarstarf við einar verstu aðstæður sem hægt er að hugsa sér. Það sannaði sig eins og oft áður að menntun og þjálfun Íslenskar sjómanna er með því besta sem gerist í heiminum og við verðum að hlúa vel að menntun þeirra í framtíðinni,“ er haft eftir Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskipafélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert