Metsölubókunum oftast skilað

Mikið var að gera í Hagkaup í dag þar sem …
Mikið var að gera í Hagkaup í dag þar sem fólk var að skipta bókum. Kristinn Ingvarsson

Biðröð var í bókaverslun Eymundssonar í Kringlunni í dag þar sem fólk var að skipta bókum. Mest er skipt á bókum sem seldust mest fyrir jólin eins og bókum Arnaldar Indriðasonar, Yrsu Sigurðardóttur og bók Guðna Th. Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen.

Davíð Örn Hreiðarsson, sem starfar hjá Eymundsson í Kringlunni, sagði að það væri búið að vera mikið að gera í allan dag. Mikill meirihluti viðskiptavina væri að skipta bókum. Hann sagði að það væri búið að vera biðröð við kassana stóran hluta dagsins.

Davíð sagði að hægt væri að skipta bókum allt árið, en í janúar hæfust útsölur og því væri betra fyrir fólk að skipta á bókum áður en þær hæfust ef fólk vildi fá fullt verð fyrir bækurnar.

Davíð sagðist ekki hafa yfirlit yfir hvaða bækur kæmu mest inn, en hann sagði að í gegnum árin væri mest skipt á þeim bókum sem seldust mest fyrir jólin. Í hópi þeirra bóka sem seldust mest fyrir þessi jól væru bækur Yrsu og Arnaldar og bókin um Gunnar Thoroddsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert