Kjallarinn hálffylltist af vatni

Hótel Akureyri hefur staðið autt að undanförnu.
Hótel Akureyri hefur staðið autt að undanförnu.

Slökkvilið Akureyrar var kallað út í dag til að dæla vatni úr kjallara Hótels Akureyrar, en um eins metra djúpt vatn var í kjallaranum.

Hótel Akureyri hefur staðið autt að undanförnu. Í upphaflegri tilkynningu kom fram að reykur kæmu úr skorsteini hússins, en þegar slökkvilið mætti á staðinn kom í ljós að kjallari hússins var hálffullur af vatni. Talið er að krani í kjallaranum hafi frostsprungið. Kjallarinn er steyptur og er ekki talið að mikið tjón hafi orðið vegna vatnslekans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert