26 létust af slysförum árið 2010

mbl.is

Á nýliðnu ári létust 26 einstaklingar af slysförum, sem er einum fleiri en árið 2009. Heldur dró úr banaslysum í umferðinni en 2010 fórust 8 einstaklingar á móti 17 árið á undan. Flestir létust í heima- og frístundaslysum  eða 12, tveir í vinnuslysum, þrír í drukknunarslysum og einn í sjóslysi.

Langflestir sem létust voru karlmenn eða 17 einstaklingar. Konur sem létust í slysum á árinu voru átta og eitt barn lést af völdum slysförum á árinu

Slysavarnafélagið Landsbjörg breytti banaslysaskráningu sinni árið 2002 til hafa hana sambærilega við alþjóðaskráningu og skráningu Slysaskrár Íslands. Fram að þeim tíma voru Íslendingar sem létust erlendis t.d. inni í slysatölum félagsins en ekki í slysatölum þess lands sem þeir létust í eins og er í dag. Samanburður  á milli ára er því eingöngu frá árinu 2002, segir í tilkynningu frá félaginu.

 Sex Íslendingar létust af slysförum erlendis og eru skráðir í banaslysatölur í viðkomandi landi.

Allt frá árinu 1928 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg skráð banaslys í landinu.  Í upphafi voru sjóslys og drukknanir eingöngu skráð en allt frá árinu 1948 hefur félagið skráð öll banaslys.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert