Fá tveggja ára frest

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segist ánægð með þann farveg sem málefni sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal séu komin í, en hún fundaði með Umhverfisstofnun í dag. Stofnunin lagði það til að eldri sorpbrennslustöðvum verði gefin tveggja ára frestur til að draga úr losun mengandi efna.

Hún segir að brugðist verði við tillögu Umhverfisstofnunar um tveggja ára aðlögunarferli „með jákvæðum hætti,“ og að sú nálgun virðist skynsamleg við fyrstu sýn. Auk Funa er um að ræða sorpbrennslur á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og á Svínafelli.

„Mér finnst Umhverfisstofnun taka vel á málinu, með því að leggja til að þessar eldri stöðvar fái tvö ár til að uppfylla skilyrðin. Þá erum við í raun og veru komin með allar þessar sorpbrennslustöðvar á Íslandi á sama stað og í Evrópu. Þá þurfa þær að lúta sömu reglum,“ segir Svandís. 

„Miðað við hvernig málið ber að finnst mér líta út fyrir það [að ásættanleg niðurstaða hafi fengist]. En auðvitað hefði maður ekki viljað að við lentum í þessari stöðu,“ segir Svandís. Hún ítrekar það að sorpbrennslustöðin hafi hætt störfum um áramót. Hún hafi auk þess verið í „gjörgæslu Umhverfisstofnunar“ síðan í maí á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert