Ráðinn ritstjóri Bændablaðsins

Hörður Kristjánsson
Hörður Kristjánsson

Hörður Kristjánsson hefur verið ráðinn ritstjóri Bændablaðsins og kemur til starfa á næstu vikum. Hörður hefur síðustu ár starfað á Viðskiptablaðinu.

Hörður hefur margháttaða reynslu af blaðamennsku og m.a. starfað sem fréttaritari og kvikmyndatökumaður fyrir Ríkisútvarpið með aðsetur á Ísafirði, ljósmyndari, hönnuður og umbrotsmaður í prentsmiðju ásamt því að hafa starfað sem blaðamaður hjá Vestfirska fréttablaðinu, Vestra, DV og Fiskifréttum. Hörður var í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árum áður ásamt því að vera með meistararéttindi í ljósmyndun.

 Hörður tekur við starfi ritstjóra af Þresti Haraldssyni sem hefur ritstýrt Bændablaðinu frá árinu 2006. Alls sóttu 27 manns um starfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert