RÚV hækkaði tilboð sitt í HM tvisvar sinnum

Íslendingar lögðu Þjóðverja að velli í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Íslendingar lögðu Þjóðverja að velli í Laugardalshöll í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Þýska fyrirtækið UFA-Sports seldi sýningarréttinn á HM í handbolta til 365 miðla í ágúst sl. en upphæðir í þeim samningi fást ekki uppgefnar.

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir UFA-Sports hafa verið búið að „hnoðast“ í þeim í nokkra mánuði um að kaupa þetta efni en því hafi ekki verið gefinn gaumur fyrr en á lokasprettinum, þegar ákveðið var að bjóða í formlega.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Páll Magnússon útvarpsstjóri að UFA-Sports hefði fyrst haft samband við RÚV í byrjun síðasta árs og tilkynnti að fyrirtækið væri komið með sýningarrétt frá keppninni og ætlaði að selja áfram Íslandsréttinn. Páll segir málið hafa gengið í nokkra mánuði með samtölum, send hafi verið inn óformleg og formleg tilboð og RÚV hækkað sig í tvígang eftir að hafa verið tilkynnt að tilboðin væru of lág. Hinn 13. júlí hafi RÚV svo sent síðasta endurskoðaða tilboðið.

„Við töldum það tilboð geta tryggt okkur réttinn og vorum rólegir með þetta. Síðan fengum við tilkynningu frá fyrirtækinu hinn 3. ágúst um að það væri búið að semja við 365,“ segir Páll sem er ósáttur við vinnubrögð UFA-Sports.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert