Fréttaskýring: Umboðið byggt á aðlögun

Evrópufáni skoðaður.
Evrópufáni skoðaður. ap

Umboð Evrópusambandsins til þess að standa í viðræðum við íslensk stjórnvöld um inngöngu Íslands í sambandið er háð viðræðuramma sem leiðtogaráðið kynnti fulltrúum landsins síðastliðið sumar þegar tekin var ákvörðun um að hefja viðræðurnar, að sögn Angela Filote, talsmanns stækkunarmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

„Viðræðuramminn var kynntur ítarlega fyrir fulltrúum Íslands á fyrstu ríkjaráðstefnunni í júlí 2010. Ísland mótmælti ekki afstöðu Evrópusambandsins af því tilefni. Viðræðuramminn er grundvöllur þess að hin 27 ríki sambandsins geti tekið þátt í aðildarviðræðunum,“ segir Filote. Hún segir að viðræðuramminn setji fram „umboð Evrópusambandsins til þess að taka þátt í samningaviðræðum við umsóknarríki“.

Hraði háður aðlögun

Í viðræðuramma Evrópusambandsins er gert ráð fyrir því að Ísland þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði, svokallaðar viðmiðanir, áður en ákveðnir kaflar viðræðnanna eru opnaðir og þeim síðan lokað. „Nákvæmar viðmiðanir munu, allt eftir hverjum kafla, m.a. vísa til aðlögunar löggjafarinnar að regluverkinu og til þess hvort staðið hafi verið með fullnægjandi hætti við að innleiða regluverksins [sic] þar sem sýnt er fram á nægilega getu stjórnsýslu og dómstóla,“ segir í viðræðurammanum í þýðingu utanríkisráðuneytisins. „Rétt innleiðing Íslands á regluverkinu og framkvæmd þess, þ.m.t. árangursrík og skilvirk beiting af hálfu viðeigandi stofnana á sviði stjórnsýslu og dómsmála, mun ákvarða hversu hratt samningaviðræðurnar ganga fyrir sig.“

Fram kemur í viðræðurammanum að um aðlögun að regluverki Evrópusambandsins sé að ræða umfram þá löggjöf sem fellur undir aðild Íslans að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Schengen-samstarfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert