Besti gegn ísbjarnardrápum

Ísbjörn
Ísbjörn mbl.is

Besti flokkurinn stendur að baki alþjóðlegri herferð með það að markmiði að komið verði í veg fyrir að ísbirnir, sem berast hingað til lands, séu drepnir. Stofnuð hefur verið undirskriftasíða, þar sem kostur gefst á að skrifa undir bænaskjal sem stílað er á forsætis- og umhverfisráðherra.

Til undirskriftasöfnunarinnar er efnt undir nafni „The Reykjavik Polar Bear Project.“ Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir flokkinn standa að baki herferðinni. Jón Gnarr, borgarstjóri, vakti athygli á undirskriftasöfnuninni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.

Bænaskjalið hljóðar svo, í lauslegri þýðingu:

„Kæri ráðherra,

við, undirrituð, höfum miklar áhyggjur af stöðu ísbjarna á Íslandi. Einungis 20,000 ísbirnir eru eftir í heiminum. Á meðan fólk og þjóðir um allan heim beita sér fyrir vernd þessara ótrúlegu skepna hafa ríkisstjórn Íslands og umhverfisráðuneytið gefið leyfi til að drepa þær. Þetta teljum við rangt!

Það er óþarfi að drepa ísbirni. Við biðjum ykkur að grípa þegar til ráðstafana sem gera gera það kleyft að veita þeim mannúðlegri meðferð, að ná þeim lifandi og senda þá aftur heim eða veita þeim nýtt heimili á Íslandi. Ekki drepa þá!“

Heiða segir vonir standa til þess að undirskriftir safnist hvaðanæva að úr heiminum, og þannig verði hægt að þrýsta á málið. Jafnframt sé unnið að því að koma í loftið söfnunarsíðu tengda átakinu, og að það verði vonandi orðið fyrir vikulok.

Undirskriftasöfnun Reykjavík Polar Bear Project

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert