Skuldir VG miklar eftir 2009

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð skuldaði rúmar 122 milljónir í lok ársins 2009 samkvæmt útdrætti úr samstæðureikningi stjórnmálaflokkanna 2009 sem Ríkisendurskoðun birtir. Tekjur flokksins í árslok 2009 voru rúmar 97 milljónir.

Alþingiskosningar voru haldnar í apríl 2009 og því hefur rekstur flokkanna verið dýr það ár, eins og rekstur VG ber með sér, skuldir hans jukust um 45 milljónir frá 2008 en tekjurnar aðeins um 13 milljónir.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur betur að vígi en tekjur hans árið 2009 voru 242 milljónir, þar af voru ríkisframlög tæplega 159 milljónir. Tekjurnar voru svipaðar og 2008. Skuldir flokksins námu í lok árs um 78 milljónum og höfðu aukist um 35 milljónir frá árinu á undan.

Þingflokkur Hreyfingarinnar var með 200.000 kr. skuldir í árslok 2009 og tekjurnar voru milljón eða því sem ríkisframlögunum nam.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert